Um Heimavelli

Leigufélag að norrænni fyrirmynd

Heimavellir leigufélag býður fjölbreytt úrval leiguíbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Áhersla er lögð á örugga langtímaleigu, góða þjónustu og hagstætt verð. Félagið var stofnað að norrænni fyrirmynd til að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víða í Evrópu þar sem langtímaleiga hefur verið valkostur fyrir almenning um áratugaskeið. Félagið byggir á gömlum grunni en uppbygging þess hefur fyrst og fremst falist í sameiningu starfandi leigufélaga sem sum hver hafa starfað allt frá árinu 2001. 

Í dag eru Heimavellir stærsta leigufélag landsins með um tvö þúsund íbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og Reykjanesbæ.