Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs í Heimavöllum fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30 á Grand Hótel

Heimavellir boða til kynningarfundar fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-10:00 í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í félaginu sem fram fer dagana 7. og 8. maí og fyrirhugaðrar töku hlutabréfa í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands.

Á fundinum mun Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla fjalla um markaðinn fyrir leiguíbúðir og segja frá starfsemi félagsins og framtíðarsýn þess. Þá mun Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla,  fara yfir rekstur og rekstraráætlun félagsins. Að lokum mun Atli B. Guðmundsson hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans kynna útboðið, skilmála og fyrirkomulag þess. Fundarstjóri er Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans.

Kynningarfundur um hlutafjárútboð Heimavalla