Ný hugsun á húsnæðismarkaði

Heimavellir leigufélag stendur fyrir opnum fundi um húsnæðismál, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:00-10:45 á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut. 

Anders Olshov hagfræðingur hjá Intelligence Watch í Svíþjóð mun fjalla um húsnæðismarkaðinn í Svíþjóð og Danmörku og hlutverk og þróun almenns leigumarkaðar þar. Intelligence Watch er sjálfstætt rannsóknasetur á sviði efnahags-, umhverfis- og skipulagsmála í Svíþjóð. Anders hefur víðtæka reynslu og þekkingu á húsnæðismálum á Norðurlöndunum en hann hefur starfað sem greiningaraðili, blaðamaður og unnið fyrir stjórnvöld.

Þá mun Ásgeir Jónsson hagfræðingur og dósent hjá hagfræðideild Háskóla Íslands kynna nýja skýrslu um leigumarkaðinn á Íslandi og fjalla um stöðu húsnæðismála hér á landi og framtíðarhorfur.

Að lokum mun Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla segja frá því sem framundan er hjá Heimavöllum og kynna ný verkefni félagsins.

Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Dagskrá

8:30 – Morgunverður

9:00 – The property rental market in Sweden and Denmark

Anders Olshov hagfræðingur, Intelligence Watch.

9:40 - Þróun og framtíðarhorfur íslensks leigumarkaðar

Ásgeir Jónsson hagfræðingur og dósent hjá hagfræðideild Háskóla Íslands

10:00 Ný hugsun á húsnæðismarkaði. Hvar koma Heimavellir inn?

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla

10:20 Pallborðsumræður – Guðbrandur Sigurðsson og Ásgeir Jónsson sitja fyrir svörum.

10:45 – Fundi lýkur

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.