Heimavellir hf. : Beiðni um hluthafafund (afskráningu) og tilkynning um valfrjálst tilboð

 

Stjórn Heimavalla barst í dag bréf frá þremur hluthöfum, Snæbóli, Gana, og Klasa, sem samtals eiga tæp 19 prósent í íbúðafélaginu. Í bréfinu er farið fram á að stjórn félagsins boði til hluthafafundar þar sem tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland verði sett á dagskrá, eða slík tillaga sett á dagskrá aðalafundar.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að skráning hlutabréfanna á markað hafi ekki skilað væntum ávinningi fyrir hluthafa og félagið.

Jafnframt kemur fram í bréfinu að Sigla, sem er í eigu ofangreindra hluthafa, og Alfa Framtak muni fjármagna valfrjálst tilboð í hlutabréf Heimavalla sem lagt verður fram.

Tilboðsverðið verður kr. 1,30 á hlut, sem uppfyllir skilyrði laga um verðbréfaviðskipti eins og um yfirtökutilboð væri að ræða. 

Tilboðið mun ná til þess að kaupa allt að 1.953.076.923 hluti í Heimavöllum sem samsvarar 17,09 prósent heildarhlutafjár félagsins fyrir allt að kr. 2.500.000.000. Komi til þess að umframeftirspurn verði eftir því
að taka tilboðinu skerðist hlutur hvers hluthafa hlutfallslega, en tilboðsgjafi áskilur sér rétt til þess að auka við þann fjölda hluta sem hann býðst til þess að kaupa. 

Fréttatilkynning í heild sinni: