Heimavellir bjóða í fyrsta sinn sérhannaðar íbúðir fyrir 55 ára og eldri

Heimavellir bjóða 60 íbúðir til leigu í Boðaþingi í Kópavogi

 

Þetta er fyrsta verkefni Heimavalla sem er sérstaklega ætlað fólki sem er 55 ára og eldra. Um er að ræða glæsilegar og vel hannaðar íbúðir í rólegu og friðsælu umhverfi rétt við Elliðavatn og Heiðmörk. Húsin eru í Boðþingi 14-16 og 18-20 í Kópavogi og eru í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara - á reit þar sem eru almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraða. Skipulag hverfisins myndar þannig kjarna í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð aldraða á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.

Sjá nánar.