Niðurstaða skuldabréfaútboðs Heimavalla hf. 10. desember 2018

Heimavellir hf.

Niðurstaða skuldabréfaútboðs Heimavalla hf. 10. desember 2018

Heimavellir hf. lauk í dag lokuðu skuldabréfaútboði í tveimur nýjum flokkum sem bera auðkennið HEIMA071248 og HEIMA071225.

Seld voru skuldabréf fyrir samtals 3.180 m.kr. Skuldabréfaflokkurinn HEIMA071248 er jafngreiðslubréf til 30 ára og ber 3,65% fasta verðtryggða vexti. Flokkurinn HEIMA071225 er til 7 ára, greiðsluferill afborgana fylgir 30 ára greiðsluferli og ber 3,20% fasta verðtryggða vexti. Samþykkt voru tilboð fyrir samtals 2.300 m.kr. í skuldabréfaflokknum HEIMA071248 og fyrir samtals 880 m.kr. í skuldabréfaflokknum HEIMA071225, báðir flokkarnir voru seldir á pari og eru verðtryggðir með sama tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokkanna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., fyrir lok apríl 2019.

Með útgáfu ofangreindra skuldabréfaflokka munu Heimavellir endurfjármagna núverandi skuldir félagsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafði umsjón með sölunni og mun hafa umsjón með fyrirhugaðri skráningu.

 

Nánari upplýsingar veita:

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. - gudbrandur@heimavellir.is -  s: 896 0122

Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla hf. - gauti@heimavellir.is. – s: 860-5300

Svana Huld Linnet,  sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. - svana.huld.linnet@arionbanki.is - s: 856 6770