Fréttir & greinar

Fjárfestakynning vegna hlutafjárútboðs

Heimavellir munu á næstu dögum ásamt Landsbankanum funda með fjárfestum í tengslum við almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu og töku á hlutafé í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands hf. Fjárfestakynning sem farið verður yfir á kynningarfundum með fjárfestum var birt í Kauphöll Íslands í dag og má nálgast hér fyrir neðan.

Heimavellir bjóða í fyrsta sinn sérhannaðar íbúðir fyrir 55 ára og eldri

Heimavellir bjóða 60 íbúðir til leigu í Boðaþingi í Kópavogi. Þetta er fyrsta verkefni félagsins sem er sérstaklega ætlað fólki sem er 55 ára og eldra. Um er að ræða glæsilegar og vel hannaðar íbúðir í rólegu og friðsælu umhverfi og í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara.

Rekstrarhagnaður 2.716 milljónir kr. á árinu 2017

Ársuppgjör Heimavalla var birti í dag.

Ný hugsun á húsnæðismarkaði

Heimavellir leigufélag stendur fyrir opnum fundi um húsnæðismál, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:00-10:45 á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut.

135 ný heimili hjá Heimavöllum í Bryggjuhverfinu í Reykjavík

Á morgun, föstudaginn 1. desember, taka 24 fjölskyldur við nýjum leiguíbúðum í Bryggjuhverfinu í Reykjavík en þá verður sjötta og síðasta íbúðablokk Heimavalla ehf. við Tangabryggju tekin í notkun. Alls eru íbúðirnar 135 talsins og eru leiguíbúðir Heimavalla þá orðnar um tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Fyrirhugaðri skráningu Heimavalla í Kauphöll seinkað

Stjórn og stjórnendur leigufélagsins Heimavalla hafa tekið ákvörðun um að seinka fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll í ljósi aðstæðna á mörkuðum en félagið hefur undirbúið og stefnt að því að skrá félagið á markað á síðasta ársfjórðungi þessa árs.