Skilmálar

1) Leiga - umsóknir

Allir þeir sem uppfylla skilyrði um úthlutun geta sótt um leiguíbúð hjá Heimavöllum í gegnum heimasíðu Heimavalla,www.heimavellir.is.

Með því að sækja um íbúð til leigu samþykkja umsækjendur að Heimavellir kanni hvort að umsækjandi sé skráður á vanskilaskrá Credit info (VOG). Heimavellir áskilja sér rétt til að hafna umsókn á grundvelli skráningar á vanskilaskrá Credit info og vanskilaskrá Heimavalla.

2) Úthlutun íbúða


Allar íbúðir sem eru lausar til leigu skulu auglýstar á heimasíðu félagsins: www.heimavellir.is.
Þegar sótt er um íbúð þarf að hengja við umsókn lánshæfismat frá Credit Info og sakavottorð.

Heimavellir áskilja sér rétt til að synja umsókn á grundvelli lánshæfismats eða sakaskráar umsækjanda.

Haft er  samband við umsækjanda sem úthlutað fær og honum boðið að skoða eignina. Eftir skoðun hefur umsækjandi sólarhring til að hafa samband við Heimavelli til að staðfesta hvort hann vilji leigja eignina eða ekki. Greiða þarf staðfestingar og umsýslugjald, krónur 30.000 kr,- gjaldið er ekki endurgreitt ef viðkomandi hættir við að leigja eignina.

Ef viðkomandi hættir við, hefur ekki samband innan þess tíma sem gefinn er, eða uppfyllir ekki skilyrði um úthlutun skal íbúðinni úthlutað til annars umsækjanda.

Kostnaður við öflun umbeðinna gagna verður ekki endurgreiddur af Heimavöllum.

3) Umsýslugjald og leigutími

Gerður er skriflegur tímabundinn leigusamningur til 12 mánaða eða ótímabundinn leigusamningur, eftir því sem leigutaki óskar eftir. Samningur er ávallt endurnýjaður að leigutíma loknum óski leigutaki þess, nema um sé að ræða vanefndir leigjanda samkvæmt húsaleigulögunum og/eða leigusamningnum.
Þegar tilvonandi leigutaki hefur ákveðið að taka eignina á leigu, þarf að greiða staðfestingar og umsýslugjald, samtals 30.000,- kr. fyrir hverja íbúð. Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt.

Staðfestingar- og umsýslugjald greiðir fyrir m.a.:
- Úttektarskýrslu við afhendingu og skil á leiguíbúð
- Sílenderskipti við skil á leiguíbúð
- Vinnu við gerð leigusamnings og fylgigagna
Staðfestingar- og umsýslugjald greiðir ekki fyrir skemmdir á íbúð sem koma fram við lokaúttekt eða málun á íbúð.  Ef upp koma vandamál varðandi skemmdir á íbúð við skil fær leigutaki sendan sér reikning fyrir matskostnaði samkvæmt úttektarskýrslu.

4) Greiðsluskilmálar

Greiða þarf tryggingarfé á reikning leigusala eða skila inn bankaábyrgð sem nemur samtals þriggja mánaða leigu, áður en skrifað er undir leigusamning og eignin afhent.

Leigu skal ávallt greiða fyrsta dag hvers mánaðar. 

Leiguverð er endurskoðað á 11 mánaða fresti þegar um  ótímabundinn samning er að ræða.

 

5) Uppsögn og úttekt íbúða


Uppsögn þarf að berast skriflega á heimavellir@heimavellir.is
Komi til uppsagnar á ótímabundnum leigusamningi innan 12 mánaða er uppsagnarfrestur 6 mánuðir á samningum hjá Heimavöllum.  Uppsögn skal vera skrifleg og tekur hún gildi fyrsta dags næsta mánaðar.

Á uppsagnarfresti er leigutaka skylt að sýna leiguíbúðina væntanlegum leigjendum en jafnan skal tilkynna slíka heimsókn með hæfilegum fyrirvara. Við slíka sýningu leiguhúsnæðis skal leigjandi eða umboðsmaður jafnan vera viðstaddur.

 

6) Úttektir íbúða við leiguskil


Grundvallarreglan um frágang íbúða er að þær séu hreinar í hólf og gólf, veggir heilir, (ekki nagla- eða spartlför) og málun í góðu lagi. Gluggar og svalahurðir eiga að vera hreinir einnig skulu gólf ávallt þrifin, (ekki nauðsynlegt að bóna gólfið). Þrífa skal allar lofttúður og skápa utan sem innan og tæki sem tilheyra íbúðinni. Perustæði eiga að vera með ljósaperur í öllum herbergjum.

Málningarvinna í leiguíbúð er gerð í samvinnu við leigusala en á kostnað leigjenda. Skil á íbúðinni og úttekt á hinu leigða miðast við að íbúðin er tilbúin til innflutnings fyrir næsta leigutaka.
Leigutaki skal láta aflétta leigusamningi (hafi honum verið þinglýst) við lok leigusambands. Ef samningi er ekki aflétt þá tefur það fyrir uppgjöri og endurgreiðslu á leigutryggingu.

Þegar lokaúttekt hefur farið fram hefur leigutaki ekki kost á því að gera við eða framkvæma aðrar viðgerðir á íbúðinni, íbúðin á að vera tilbúin frá leigutaka þegar lokaúttekt fer fram.

 

7) Viðhaldsskyldur leigjanda og Heimavalla (leigusala)


Leigjanda er skylt að fara vel með hið leigða húsnæði og í samræmi við umsamin afnot þess. Verði hið leigða húsnæði eða fylgifé þess fyrir tjóni af völdum leigjanda, heimilismanna eða annarra manna sem leigjandi hefur leyft afnot af húsnæðinu eða umgang um það skal leigjandi gera ráðstafanir til að bæta úr tjóninu svo fljótt sem verða má. Ef leigjandi vanrækir þessar skyldur sínar er leigusala heimilt að láta fara fram viðgerð á kostnað leigjanda. Áður skal þó leigusali veita leigjanda frest í einn mánuð til þess að ljúka viðgerðinni.

 

Leigusali skal annast viðgerðir á gluggum, raftækjum, hreinlætistækjum og öðru því er fylgir húsnæðinu ef leigjandi sýnir fram á að bilanir verði ekki raktar til vanrækslu eða yfirsjónar leigjanda eða fólks á hans vegum. Leigusali skal sinna garðslætti eftir tilvikum. Leigjanda er skylt að annast á sinn kostnað viðhald á læsingum, vatnskrönum, raftenglum og öðru smálegu. Leigjanda ber einnig að halda við málningu íbúðar. Leigusali skal jafnan halda hinu leigða húsnæði í leiguhæfu ástandi, m.a. endurnýja innréttingar, gólfdúka, teppi, og annað slitlag með hæfilegu millibili, eftir því sem góðar venjur um viðhald húsnæðis segja til um.

Tjón á hinu leigða, sem er bótaskylt samkvæmt skilmálum venjulegrar húseigendatryggingar, skal leigusali ætíð bera ef um íbúðarhúsnæði er að ræða. Leigusali sér ekki um að láta tengja síma og/eða net inn í íbúðina, það er val leigutaka að vera með slíka tenginguog ber leigutaki þar með þann kostnað.Innifalið í leigu er meðal annars rekstrarkostnaður vegna:

 

 • Hita af íbúð leigutaka

 • Hita og rafmagn af sameign

 • Almenn sorphirða (ekki ferðir í Sorpu m. stóra hluti eins og húsgögn ofl.)

 • Eftirlit á lyftu (viðgerðir ekki innifalið)

 • Símakostnað af lyftu

 • Snjómokstur

 • Slátt á grasi

 • Þrif á hluta af sameign

 • Húsvörslu

 • Perur í sameign


Umhirða í sameign 


Helstu reglur eru:

 • Þrif á sameign skulu framkvæmd samkvæmt húsreglum hvers húss.
 • Fyllsta hreinlætis sé gætt í sameign og kringum húsið
 • Umhirða um sorpílát og sameign kringum húsið,
 • Reykingafólk er sérstaklega beðið að tína upp alla stubba eftir sig.
 • Ef kaupa þarf sérstaka aðstoð vegna ofangreindra þátta vegna slæmrar umgengni bætist sá kostnaður við hússjóðinn.