Laus strax, nýleg 3ja herbergja íbúð að Einivöllum 3, Vallarhverfinu, Hafnarfirði. Íbúðin er á annarri hæð og lyfta er í húsinu. Íbúðin er 72,9 fm, þar af er geymsla 6 fm. Íbúðin skiptist í eldhús sem er samliggjandi stofunni og gengið er út á svalir úr stofunni. Í íbúðinni er eitt baðherbergi og tvö svefnherbergi. Íbúðin er í Vallarhverfinu í Hafnarfirði, stutt í skóla og leikskóla, leikvelli og matvöruverslun. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Heimstaden í síma 517-3440 eða á heimstaden@heimstaden.is
Íbúðinni fylgja þvottavél og þurrkari.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með rúmgóðum fataskáp.
Eldhús/stofa: Eldhúsið er opið og er samliggjandi stofunni, út frá stofu er gengið út á svalir. Stórir og bjartir gluggar í stofunni.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt og er með sturtu. Upphengt klósett og gott skápapláss. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.
Í sameign er 6 fm geymsla.
Leiguverð: 249.000 kr á mánuði. Innifalið í leiguverði er hiti og þrif á sameign.
Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu