Laus strax, glæsileg þriggja herbergja íbúð í nýlegu húsi að Eskivöllum 13, í Vallarhverfinu, Hafnarfirði. Íbúðin er 80 fm á þriðju hæð í lyftuhúsi. Gengið er inn í íbúðina í rúmgóða forstofu, baðherbergi er með rúmgóðum skápi undir handlaug og baðkari, inn af baðherbergi er þvottaherbergi með vaski. Eldhús og stofa eru samliggjandi, útgengt á stórar svalir sem eru með fallegu útsýni. Tvö svefnherbergi í íbúðinni, parketlögð með fataskápum. Vallarhverfið í Hafnarfirði er frábært hverfi, stutt í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Heimstaden í síma 517-3440 eða á heimstaden@heimstaden.is.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu.
Eldhús/stofa: Fallegt og opið eldhús samliggjandi stofunni. Útgengt úr stofu á stórar svalir.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt með sturtu og upphengdu salerni. Inn af baðherberginu er gengið inn í þvottaherbergi með vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Í eigninni eru tvö svefnherbergi, bæði með fataskápum.
Leiguverð: 265.000 kr á mánuði. Innifalið í verði er hiti og þrif á sameign.
Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu
*Ath* Húsgögn fylgja ekki með. Myndir af íbúð sem fylgja auglýsingu eru af sambærilegri íbúð sem er spegilmynd af þessari íbúð.