Glæsileg íbúð laus til leigu að Gerplustræti 1-5, Helgafellslandinu, Mosfellsbæ. Íbúðin er 96,8 fm þriggja herbergja og er á fyrstu hæð. Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús, geymslu í sameign og stórar svalir. Íbúðin er parketlögð, ljósar og fallegar innréttingar í eldhúsi og á baðherbergi. Gardínur fylgja íbúðinni. Lyfta er í húsinu og bílastæðakjallari. Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk Heimstaden í síma 517-3440 eða á heimstaden@heimstaden.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í íbúðina í rúmgott anddyri með fataskáp.
Eldhús/sofa: Fallegt og opið eldhús með fallegum innréttingum. Úr eldhúsglugganum er frábært útsýni yfir Úlfarsfell. Eldhús og stofa er eitt opið rými með stórum gluggum, útgengt út á stórar hornsvalir.
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi. Sturta og upphengt klósett.
Svefnherbergi: Tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum
Þvottahús: Sér þvottahús í íbúðinni með vaski.
Geymsla/bílastæði: 9,3 fm geymsla í sameign hússins og stæði í bílakjallara fylgir.
Leiguverð er 249.000 kr á mánuði. Innifalið er hiti og þrif á sameign.
Gæludýr eru ekki leyfð í eign.