Falleg íbúð laus til leigu í byrjun mars n.k. að Fjörubraut 1225 Ásbrú, Reykjanesbæ. Íbúðin er 4ra herbergja, er 134,3 fm og er á annarri hæð. Íbúðin skiptist í eldhús og stofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús. Parket er á íbúðinni. Ásbrúarhverfið í Reykjanesbæ er frábært hverfi, stutt í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Heimavalla í síma 517-3440 eða á heimavellir@heimavellir.is.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofuna á gang með stórum fataskáp.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með góðu skúffu- og skápaplássi, opið er inn í stofu frá elshúsi.
Stofa: Gengið er úr eldhúsinu fram í stofu, Stofan er stór og björt.
Baðherbergi: tvö baðherbergi eru í íbúð með baðkari og sturtu í baði. Dúkur á gólfi. Annað baðherbergið er inn af hjónaherbergi.
Svefnherbergi: þrjú svefnherbergi eru með fataskápum
Þvottahús: Í íbúðinni er sér þvottarými.
Leiguverð: 193.000 kr á mánuði. Innifalið í leiguverði er hiti og þrif á sameign
Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.