Heimavellir hf.: Afgreiðsla stjórnar á beiðni um að tillaga um afskráningu hlutabréfa félagsins verði tekin fyrir á sérstökum hluthafafundi eða á aðalfundi félagsins 14. mars 2019

Heimavellir hf.: Afgreiðsla stjórnar á beiðni um að tillaga um afskráningu hlutabréfa félagsins verði tekin fyrir á sérstökum hluthafafundi eða á aðalfundi félagsins 14. mars 2019.

Stjórn Heimavalla hf. hefur staðfest að erindi sem barst henni þann 1. febrúar 2019 um afskráningu félagsins og valfrjálst tilboð í hlutabréf félagsins kom frá hluthöfum sem ráða yfir meira en 1/20 hlutafjár félagsins.

Stjórn Heimavalla hefur ákveðið að bæta tillögu um afskráningu hlutabréfa félagsins úr Kauphöll Nasdaq Iceland á dagskrá aðalfundar Heimavalla hf. sem haldinn verður þann 14. mars 2019

Frekari upplýsingar veitir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. s: 896-0122.